Tilraun til sjálfsmorðsárása? 13. október 2005 19:33 Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Nú rétt fyrir eitt var staðfest að einn er slasaður í Warren Street en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðum. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard's Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Að auki hefur borist óstaðfest frétt um sprengju í strætisvagni við Hackney, en af myndum úr öryggismyndavélum að dæma er vagninn ekki mikið laskaður. Enginn er þó á ferð í nánd við vagninn og hefur lögregla girt hann af, sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Talsmaður strætisvagnafyrirtækisins segir rúðurnar í vagninum hafa þeyst út. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum, en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið. Misvísandi fregnir berast af því atviki, ekki er ljóst hvort að það var naglasprengjan sem fregnir berast af eða mishepnuð sjálfsmorðsárás. Hjá Scotland Yard segja sérfræðingar að hugsanlega hafi hvellhettur sprungið og hugsanlega hafi árásirnar mistekist. Staðfest hefur verið að reykur barst úr einum lestarvagni en frekari staðfestingar hafa ekki fengist á því hvað er á seyði. Farþegar í lestunum munu hins vegar hafa troðist út, skelfingu lostnir, en aðeins er liðinn hálfur mánuður frá því að fimmtíu og þrír voru drepnir í samhæfðum hryðjuverkaárásum á þrjár neðanjarðarlestir og strætisvagn í London. Fjármálamarkaðir brugðust þegar í stað illa við fregnunum af atburðunum í London. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Nú rétt fyrir eitt var staðfest að einn er slasaður í Warren Street en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðum. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard's Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Að auki hefur borist óstaðfest frétt um sprengju í strætisvagni við Hackney, en af myndum úr öryggismyndavélum að dæma er vagninn ekki mikið laskaður. Enginn er þó á ferð í nánd við vagninn og hefur lögregla girt hann af, sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Talsmaður strætisvagnafyrirtækisins segir rúðurnar í vagninum hafa þeyst út. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum, en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið. Misvísandi fregnir berast af því atviki, ekki er ljóst hvort að það var naglasprengjan sem fregnir berast af eða mishepnuð sjálfsmorðsárás. Hjá Scotland Yard segja sérfræðingar að hugsanlega hafi hvellhettur sprungið og hugsanlega hafi árásirnar mistekist. Staðfest hefur verið að reykur barst úr einum lestarvagni en frekari staðfestingar hafa ekki fengist á því hvað er á seyði. Farþegar í lestunum munu hins vegar hafa troðist út, skelfingu lostnir, en aðeins er liðinn hálfur mánuður frá því að fimmtíu og þrír voru drepnir í samhæfðum hryðjuverkaárásum á þrjár neðanjarðarlestir og strætisvagn í London. Fjármálamarkaðir brugðust þegar í stað illa við fregnunum af atburðunum í London.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira