Kári opnaði Nasdaq 13. október 2005 19:33 DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira