Heimir Ríkarðs til Vals 20. júlí 2005 00:01 Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir. Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira