Flest bendir til tengsla al-Kaída 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira