Samfélagslegt gildi almannapersóna Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um hlutverk fjölmiðla undanfarið. Það varla að rekja upphaf þessa fjaðrafoks hér en djöfulgangurinn hefur aðallega snúist um fréttaflutning tímaritsins Hér&Nú og dagblaðsins DV um nafngreinda einstaklinga og þá hvort viðkomandi geti flokkast sem svokallaðar opinberar persónur og verði því að búa við skert einkalíf. Persónuvernd hefur blandað sér í málið og hefur meira að segja endurskilgreint opinberu persónuna sem mun væntanlega hér eftir vera "almannapersóna". Persónuvernd gengst við því að almannapersónur "verði að sæta umfjöllun umfram aðra borgara," af hinum ýmsu ástæðum. Persónuvernd heldur því þó einnig vandlega til haga að þetta þýði ekki að "almannapersónur" eigi ekki rétt á einkalífi. Fréttamenn hafi þó "verulegt svigrúm til þess að vinna með persónuupplýsingar í þágu fréttamennsku þegar umfjöllunarefnið hefur samfélagslegt eða þjóðfélagslegt gildi." Þarna vandast málið nokkuð þar sem það getur verið býsna fljótandi í hugum fólks hvað hafi "þjóðfélagslegt gildi" og hvað ekki. Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson lítur, til dæmis, væntanlega ekki á sig sem "almannapersónu" og sér líklega ekkert þjóðfélagslegt gildi í opinskárri umfjöllun DV um kauða. Ritstjórn DV er hins vegar á öndverðum meiði og telur afrekaskrá Annþórs eiga full erindi við almenning. Persónuvernd viðurkennir einnig í áliti sínu að það verði að taka ritstjórnarlega ákvörðun um nálgunarleiðir og birtingu hvers máls fyrir sig. Þetta er allt gott og blessað en hnífurinn mun auðvitað áfram standa nákvæmlega þarna í kúnni og það munu alltaf blossa upp deilur um tiltekin mál. Persónuvernd getur ályktað eins og henni sýnist en það getur ekki flokkast undir hennar hlutverk, né nokkurrar annarrar stofnunnar, að skera úr um hver sé almannapersóna hverju sinni og hvaða mál hafi þjóðfélagslegt gildi. Þetta eru spurningar sem allar ritstjórnir standa frammi fyrir mörgum sinnum á dag og blaðamaður, frétta- og ritstjóri þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir um birtingu efnis í tíma og ótíma. Áherslur fjölmiðla eru sem betur fer mismunandi og það mun sem betur fer aldrei ríkja sátt um þá alla. Það sem gerir margar ákvarðanir umdeildar er sú gamla blekking um að fjölmiðlar séu eitthver "fjórða vald" og um þá gildi svipuð lögmál og aðrar opinberar valdastofnanir. Þessi falsmynd byggir á hroka ákveðinna blaðamanna og fjölmiðla. Þeirra sem telja sig yfir aðra hafna í skjóli einhvers óskilgreinds valds og svo auðvitað ofmati almennings sem kýs að kaupa þessa vitleysu. Þessi ranghugmynd lifir sennilega bestu lífi á þeim fjölmiðlum sem eru stofnanir í sjálfum sér; RÚV og Morgunblaðinu. Þeir sem fá út úr því að benda fingrum og bannfæra aðra fjölmiðla fyrir að ganga lengra en stofnanirnar ættu að staldra aðeins við og íhuga hvort þeir vildu virkilega hafast við í dauðhreinsuðu fjölmiðlaumhverfi þar sem þessir tveir pólar væru upphaf og endir allrar umræðu? Það er ekki, og getur aldrei orðið, raunverulegt hlutverk fjölmiðla að hlífa lesendum eða viðfangsefnum sínum og það verður alltaf einhverjum, einhvers staðar misboðið. Það gæti samt aðeins mildað vandlætinguna ef fólk gerði sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk hefur engin völd; það vinnur bara við að segja fréttir en þá vinnu má svo auðvitað leysa misvel af hendi. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um hlutverk fjölmiðla undanfarið. Það varla að rekja upphaf þessa fjaðrafoks hér en djöfulgangurinn hefur aðallega snúist um fréttaflutning tímaritsins Hér&Nú og dagblaðsins DV um nafngreinda einstaklinga og þá hvort viðkomandi geti flokkast sem svokallaðar opinberar persónur og verði því að búa við skert einkalíf. Persónuvernd hefur blandað sér í málið og hefur meira að segja endurskilgreint opinberu persónuna sem mun væntanlega hér eftir vera "almannapersóna". Persónuvernd gengst við því að almannapersónur "verði að sæta umfjöllun umfram aðra borgara," af hinum ýmsu ástæðum. Persónuvernd heldur því þó einnig vandlega til haga að þetta þýði ekki að "almannapersónur" eigi ekki rétt á einkalífi. Fréttamenn hafi þó "verulegt svigrúm til þess að vinna með persónuupplýsingar í þágu fréttamennsku þegar umfjöllunarefnið hefur samfélagslegt eða þjóðfélagslegt gildi." Þarna vandast málið nokkuð þar sem það getur verið býsna fljótandi í hugum fólks hvað hafi "þjóðfélagslegt gildi" og hvað ekki. Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson lítur, til dæmis, væntanlega ekki á sig sem "almannapersónu" og sér líklega ekkert þjóðfélagslegt gildi í opinskárri umfjöllun DV um kauða. Ritstjórn DV er hins vegar á öndverðum meiði og telur afrekaskrá Annþórs eiga full erindi við almenning. Persónuvernd viðurkennir einnig í áliti sínu að það verði að taka ritstjórnarlega ákvörðun um nálgunarleiðir og birtingu hvers máls fyrir sig. Þetta er allt gott og blessað en hnífurinn mun auðvitað áfram standa nákvæmlega þarna í kúnni og það munu alltaf blossa upp deilur um tiltekin mál. Persónuvernd getur ályktað eins og henni sýnist en það getur ekki flokkast undir hennar hlutverk, né nokkurrar annarrar stofnunnar, að skera úr um hver sé almannapersóna hverju sinni og hvaða mál hafi þjóðfélagslegt gildi. Þetta eru spurningar sem allar ritstjórnir standa frammi fyrir mörgum sinnum á dag og blaðamaður, frétta- og ritstjóri þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir um birtingu efnis í tíma og ótíma. Áherslur fjölmiðla eru sem betur fer mismunandi og það mun sem betur fer aldrei ríkja sátt um þá alla. Það sem gerir margar ákvarðanir umdeildar er sú gamla blekking um að fjölmiðlar séu eitthver "fjórða vald" og um þá gildi svipuð lögmál og aðrar opinberar valdastofnanir. Þessi falsmynd byggir á hroka ákveðinna blaðamanna og fjölmiðla. Þeirra sem telja sig yfir aðra hafna í skjóli einhvers óskilgreinds valds og svo auðvitað ofmati almennings sem kýs að kaupa þessa vitleysu. Þessi ranghugmynd lifir sennilega bestu lífi á þeim fjölmiðlum sem eru stofnanir í sjálfum sér; RÚV og Morgunblaðinu. Þeir sem fá út úr því að benda fingrum og bannfæra aðra fjölmiðla fyrir að ganga lengra en stofnanirnar ættu að staldra aðeins við og íhuga hvort þeir vildu virkilega hafast við í dauðhreinsuðu fjölmiðlaumhverfi þar sem þessir tveir pólar væru upphaf og endir allrar umræðu? Það er ekki, og getur aldrei orðið, raunverulegt hlutverk fjölmiðla að hlífa lesendum eða viðfangsefnum sínum og það verður alltaf einhverjum, einhvers staðar misboðið. Það gæti samt aðeins mildað vandlætinguna ef fólk gerði sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk hefur engin völd; það vinnur bara við að segja fréttir en þá vinnu má svo auðvitað leysa misvel af hendi. thorarinn@frettabladid.is
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun