Enn merki um alþjóðlega starfsemi 15. júlí 2005 00:01 Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira