Kennsl borin á hryðjuverkamenn 14. júlí 2005 00:01 Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna, sem kallaðir eru höfuðpaurinn og efnafræðingurinn, í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum en tala látinna er nú komin í fimmtíu og þrjá. Talið er að báðir mennirnir hafi flúið land löngu áður en árásirnar voru gerðar en lögreglan segir alls fimm menn hafa komið beint að sprengingunum og útilokar ekki að þeir hafi tengst al-Qaida. Ásamt höfuðpaurnum, efnafraæðingnum og 19 og 22 ára mönnunum frá Leeds og er talið að þrítugi maðurinn frá Dewsbury séu aðal skipuleggjendur árásarinnar. Sá maður var áður stuðningsfulltrúi í grunnskóla, afar vel liðinn, duglegur og metnaðargjarn sem alla virðist hafa líkað við og eiga foreldrar erfitt með að trúa að lögreglan gruni rétta manninn. Lögreglan hefur gert fjölda húsleita í Leeds að undanförnu vegna málsins og segir að rannsókninni miði vel áfram. Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi klukkan ellefu að íslenskum tíma í dag til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum og stöðvuðust strætisvagnar og lestir á meðan. Neðanjarðarlestir héldu þó áfram ferð sinni en engar lendingar eða flugtök voru á Heathrow eða á Gatwick. Þá var einnig tveggja mínútna þögn víðsvegar í Evrópu í virðingu við þá sem létust. Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að mikilvægt sé að fólk dæmi ekki alla múslima öfga- eða hryðjuverkamenn en fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi verið áreittir eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að sýna umburðarlyndi en um 1,6 milljón múslima búa í Bretlandi. Það eru ekki bara Bretar sem eru uggandi. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með þeim útlendingum sem koma til landsins og verða fingraför nú tekin af öllum. Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir komist inn í landið. Hræðsla Bandaríkjamanna við hryðjuverk í landinu hefur aldrei verið meiri en nú og hafa múslimar verið áreittir þar í landi líkt og í Bretlandi að undanförnu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna, sem kallaðir eru höfuðpaurinn og efnafræðingurinn, í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum en tala látinna er nú komin í fimmtíu og þrjá. Talið er að báðir mennirnir hafi flúið land löngu áður en árásirnar voru gerðar en lögreglan segir alls fimm menn hafa komið beint að sprengingunum og útilokar ekki að þeir hafi tengst al-Qaida. Ásamt höfuðpaurnum, efnafraæðingnum og 19 og 22 ára mönnunum frá Leeds og er talið að þrítugi maðurinn frá Dewsbury séu aðal skipuleggjendur árásarinnar. Sá maður var áður stuðningsfulltrúi í grunnskóla, afar vel liðinn, duglegur og metnaðargjarn sem alla virðist hafa líkað við og eiga foreldrar erfitt með að trúa að lögreglan gruni rétta manninn. Lögreglan hefur gert fjölda húsleita í Leeds að undanförnu vegna málsins og segir að rannsókninni miði vel áfram. Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi klukkan ellefu að íslenskum tíma í dag til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum og stöðvuðust strætisvagnar og lestir á meðan. Neðanjarðarlestir héldu þó áfram ferð sinni en engar lendingar eða flugtök voru á Heathrow eða á Gatwick. Þá var einnig tveggja mínútna þögn víðsvegar í Evrópu í virðingu við þá sem létust. Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að mikilvægt sé að fólk dæmi ekki alla múslima öfga- eða hryðjuverkamenn en fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi verið áreittir eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að sýna umburðarlyndi en um 1,6 milljón múslima búa í Bretlandi. Það eru ekki bara Bretar sem eru uggandi. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með þeim útlendingum sem koma til landsins og verða fingraför nú tekin af öllum. Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir komist inn í landið. Hræðsla Bandaríkjamanna við hryðjuverk í landinu hefur aldrei verið meiri en nú og hafa múslimar verið áreittir þar í landi líkt og í Bretlandi að undanförnu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira