Stefán Jón gegn Steinunni? 13. júlí 2005 00:01 Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira