Stefán Jón gegn Steinunni? 13. júlí 2005 00:01 Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira