R-listi: Viðræðum haldið áfram 11. júlí 2005 00:01 Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira