R-listi: Viðræðum haldið áfram 11. júlí 2005 00:01 Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira