R-listi: Viðræðum haldið áfram 11. júlí 2005 00:01 Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira