Engin stórviðskipti í hálft ár 10. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira