Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðslur til LÍN notaðar til að fjármagna Menntasjóðinn Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðslur til LÍN notaðar til að fjármagna Menntasjóðinn Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“