Fimm slasaðir eftir bílslys
Fimm slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar fólksbíll og jeppabifreið rákust saman í brekkunni við Hveradali um fimmleytið í dag. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu út en allir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Að svo stöddu hafa ekki fengist upplýsingar um líðan fólksins.