Viðskipti innlent

Skipt um alla nema Hannes?

Búist er við að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á væntanlegum hluthafafundi. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær, m.a. vegna ágreinings við stjórnarformanninn um reksturinn og hlutaféð á bakvið hina þrjá hefur verið selt. Þeir sem sögðu sig úr stjórninni eru Árni Oddur Þórðarson, sem nýverið seldi hlut sinn í félaginu, og Inga Jóna Þórðardóttir og Hreggviður Jónsson, sem ekki munu vera hluthafar heldur fullltrúar ýmissa eigenda. Hreggviður kom sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar stjórnarformanns. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru nú Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls sem, ásamt Byggingafélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinnn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls, sem stendur að Saxbygg, eins og áður sagði.  Samkvæmt tilkynningu í Kauphöllinni í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. En þar með er enginn eftir í henni nema Hannes stjórnarformaður. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×