Lækkandi olíuverð 29. júní 2005 00:01 Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Í morgun stóð fatið í fimmtíu og átta dollurum. Í dag er að vænta tíðinda af olíubirgðum í Bandaríkjunum sem munu að líkindum hafa töluverð áhrif á verðþróunina, auk þess sem fréttir hafa borist af því að olíuhreinsunarstöðvar starfi nú á methraða. Ennfremur er búist við því að hátt eldsneytisverð hafi slegið nokkuð á eldsneytisnotkun, sem hefur aftur á móti áhrif á verðið. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir olíuverð nú þegar svo hátt að dregið hafi úr hagvexti á heimsvísu um allt að hálft prósentustig. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna hittast svo á fundi í þessari viku og er búist við því að þeir ákveði framleiðsluaukningu um hálfa milljón tunna á dag. Skammt er síðan að OPEC ákvað sambærilega framleiðsluaukningu sem sló þó ekkert á verðið. Fréttastofan Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á olíumarkaði að eftirspurn eftir eldsneyti vaxi enn og verði yfir árið líklega um tvö prósent. Þetta þýði enn meiri hækkun og að líkast til verði fatið komið upp í sextíu og fimm dollara í júlí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Í morgun stóð fatið í fimmtíu og átta dollurum. Í dag er að vænta tíðinda af olíubirgðum í Bandaríkjunum sem munu að líkindum hafa töluverð áhrif á verðþróunina, auk þess sem fréttir hafa borist af því að olíuhreinsunarstöðvar starfi nú á methraða. Ennfremur er búist við því að hátt eldsneytisverð hafi slegið nokkuð á eldsneytisnotkun, sem hefur aftur á móti áhrif á verðið. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir olíuverð nú þegar svo hátt að dregið hafi úr hagvexti á heimsvísu um allt að hálft prósentustig. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna hittast svo á fundi í þessari viku og er búist við því að þeir ákveði framleiðsluaukningu um hálfa milljón tunna á dag. Skammt er síðan að OPEC ákvað sambærilega framleiðsluaukningu sem sló þó ekkert á verðið. Fréttastofan Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á olíumarkaði að eftirspurn eftir eldsneyti vaxi enn og verði yfir árið líklega um tvö prósent. Þetta þýði enn meiri hækkun og að líkast til verði fatið komið upp í sextíu og fimm dollara í júlí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira