Ráðumst gegn offitu 27. júní 2005 00:01 Offita gerir sífellt meira vart við sig hér á landi og nú er svo komið að upp undir fjögur hundruð manns bíða eftir meðferð á Reykjalundi, fyrir utan alla hina sem ekki hafa haft sig í það að leita sér læknishjálpar vegna offitu. Fréttablaðið hefur að undanförnu sagt frá offituvandamálinu hér á landi og þar með opnað augu manna fyrir því hve alvarlegt það er orðið. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir sagði í viðtali við blaðið að offita meðal fullorðinna hefði tvöfaldast hér á síðustu 20 árum og meira en fimmtungur Íslendinga þjáðist af offitu. Meðal níu ára barna hafa offitutilvik fjórfaldast á 24 árum og 65 prósent fullorðinna eru of þung að sögn læknisins. Þetta eru ógnvænlegar tölur svo ekki sé meira sagt og brýnt að brugðist verði við þessum vanda. Þeir sem koma til meðferðar vegna offitu eru yfirleitt níutíu af hundraði yfir kjörþyngd, en síðan er að sjálfsögðu fjöldinn allur sem ekki er svo illa kominn, en ætti að sjálfsögðu að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Offitunni fylgja oft alvarlegir sjúkdómar, bæði líkamlegir og andlegir. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ludvig: "Hér er eingöngu fengist við alvarlega offitu sem ekki er hægt að meðhöndla heima, ef svo má segja. Þá erum við að ræða um konur sem eru 110-140 kíló og karla sem eru 130-170 kíló eða þar yfir." Sjúkrakostnaður þeirra sem leita sér lækninga vegna offitu skiptir tugum ef ekki hundruðum milljóna ef allt er talið og væri þeim peningum betur varið annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Í flestum tilfellum er hreinlega um ofát eða neyslu á óhollu fæði að ræða hjá offitusjúklingum. Það er eins og mörgum ungum konum og körlum sé alveg sama þótt þau vaggi í spikinu, neyti óhollrar fæðu og fari svo bara í næstu fatabúð og kaupi sér víðari föt. Þetta er hugsunarháttur sem þarf að breyta. Það er ekki nóg að veita offitusjúklingum læknishjálp, það þarf að ráðast að rótum vandans í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Erlendis hefur ekki síður borið á þessu vandamáli og þar hefur skapast mikil umræða um hollustu þeirrar fæðu sem skyndibitastaðir bjóða upp á. Þeir hafa margir hverjir komið auga á vandann og brugðist við honum með eftirtektarverðum hætti. Þessarar nýju stefnu skyndibitastaðanna gætir líka hér á landi, en betur má ef duga skal. Rætt hefur verið um að auka fjárveitingar vegna offitusjúklinga og er samningur Reykjalundar og heilbrigðisráðuneytisins þar að lútandi í endurskoðun. Jón Kristjánsson segir að tölur um biðlistana á Reykjalundi séu sláandi og málið sé í athugun. Áður en ráðherra veitir meira fé til offituaðgerða ætti að styrkja landlækni og lýðheilsustöð til að halda uppi áróðri til að koma í veg fyrir þennan áunna sjúkdóm sem offitan er í flestum tilfellum. Hjá Landlækni er talað um þetta sem ógnvænlegt ástand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Offita gerir sífellt meira vart við sig hér á landi og nú er svo komið að upp undir fjögur hundruð manns bíða eftir meðferð á Reykjalundi, fyrir utan alla hina sem ekki hafa haft sig í það að leita sér læknishjálpar vegna offitu. Fréttablaðið hefur að undanförnu sagt frá offituvandamálinu hér á landi og þar með opnað augu manna fyrir því hve alvarlegt það er orðið. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir sagði í viðtali við blaðið að offita meðal fullorðinna hefði tvöfaldast hér á síðustu 20 árum og meira en fimmtungur Íslendinga þjáðist af offitu. Meðal níu ára barna hafa offitutilvik fjórfaldast á 24 árum og 65 prósent fullorðinna eru of þung að sögn læknisins. Þetta eru ógnvænlegar tölur svo ekki sé meira sagt og brýnt að brugðist verði við þessum vanda. Þeir sem koma til meðferðar vegna offitu eru yfirleitt níutíu af hundraði yfir kjörþyngd, en síðan er að sjálfsögðu fjöldinn allur sem ekki er svo illa kominn, en ætti að sjálfsögðu að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Offitunni fylgja oft alvarlegir sjúkdómar, bæði líkamlegir og andlegir. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ludvig: "Hér er eingöngu fengist við alvarlega offitu sem ekki er hægt að meðhöndla heima, ef svo má segja. Þá erum við að ræða um konur sem eru 110-140 kíló og karla sem eru 130-170 kíló eða þar yfir." Sjúkrakostnaður þeirra sem leita sér lækninga vegna offitu skiptir tugum ef ekki hundruðum milljóna ef allt er talið og væri þeim peningum betur varið annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Í flestum tilfellum er hreinlega um ofát eða neyslu á óhollu fæði að ræða hjá offitusjúklingum. Það er eins og mörgum ungum konum og körlum sé alveg sama þótt þau vaggi í spikinu, neyti óhollrar fæðu og fari svo bara í næstu fatabúð og kaupi sér víðari föt. Þetta er hugsunarháttur sem þarf að breyta. Það er ekki nóg að veita offitusjúklingum læknishjálp, það þarf að ráðast að rótum vandans í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Erlendis hefur ekki síður borið á þessu vandamáli og þar hefur skapast mikil umræða um hollustu þeirrar fæðu sem skyndibitastaðir bjóða upp á. Þeir hafa margir hverjir komið auga á vandann og brugðist við honum með eftirtektarverðum hætti. Þessarar nýju stefnu skyndibitastaðanna gætir líka hér á landi, en betur má ef duga skal. Rætt hefur verið um að auka fjárveitingar vegna offitusjúklinga og er samningur Reykjalundar og heilbrigðisráðuneytisins þar að lútandi í endurskoðun. Jón Kristjánsson segir að tölur um biðlistana á Reykjalundi séu sláandi og málið sé í athugun. Áður en ráðherra veitir meira fé til offituaðgerða ætti að styrkja landlækni og lýðheilsustöð til að halda uppi áróðri til að koma í veg fyrir þennan áunna sjúkdóm sem offitan er í flestum tilfellum. Hjá Landlækni er talað um þetta sem ógnvænlegt ástand.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun