Ekki áfall segir bæjarstjóri 26. júní 2005 00:01 Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira