Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli 24. júní 2005 00:01 Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira