Reynt að koma Pólverjum úr landi 21. júní 2005 00:01 Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“