París er borg upp á tíu 15. júní 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira