París er borg upp á tíu 15. júní 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný. Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira