Pólitískur kattaþvottur 14. júní 2005 00:01 Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir ekkert athugavert við það að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna áður en hún var rædd í nefndinni. Hart hafi verið sótt að honum í málinu. Þingmaður Vinstri-grænna furðar sig á yfirlýsingum formannsins. Magnús segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann segist alltaf hafa vitað að ráðherrann hafi verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem fram kemur í skýrslunni og tók því ekki þátt í ákvörðunum í málinu. „Mér finnst málflutningur stjórnarandstöðunnar hafa verið mjög sérkennilegur í þessu máli,“ segir Magnús. „Það hefur verið gengið mjög harrt fram gegn forsætisráðherranum um að hann hafi verið vanhæfur í sínum störfum sem auðvitað kemur í ljós að er ekki ... (Stjórnarandstöðuþingmenn) hrekjast endalaust undan rökum sem fram koma í málinu. Nú er það nýjasta að þeir eru farnir að beina spjótum sínum að Ríkisendurskoðun sem er undirstofnun Alþingis og ég tel því miður að stjórnarandstaðan sé mjög villu vegar í þessu máli,“ segir Magnús. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Aðkoma Ríkisendurskoðanda að málinu sé nokkuð undarleg og mjög mótsagnakennd. Að eigin sögn hafi Ríkisendurskoðandi haft frumkvæðið sjálfur að því að kanna hæfi forsætisráðherra í málinu. Svo hvítþvoi hann ráðherrann og segist jafnframt ekki hafa umboð til að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi hans á lagalegum forsendum. „Hvað snýr upp og niður í þessu máli er vandséð en hitt er augljóst, að það skuli gerast, að sá ráðherra sem rannsókn eða athugun beinist gegn skuli sjálfur boða til fréttamannafundar til að lesa valda kafla upp úr minnisblaði rannsakenda. Þetta eru vinnubrögð sem eru fáheyrð,“ segir Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir ekkert athugavert við það að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna áður en hún var rædd í nefndinni. Hart hafi verið sótt að honum í málinu. Þingmaður Vinstri-grænna furðar sig á yfirlýsingum formannsins. Magnús segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann segist alltaf hafa vitað að ráðherrann hafi verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem fram kemur í skýrslunni og tók því ekki þátt í ákvörðunum í málinu. „Mér finnst málflutningur stjórnarandstöðunnar hafa verið mjög sérkennilegur í þessu máli,“ segir Magnús. „Það hefur verið gengið mjög harrt fram gegn forsætisráðherranum um að hann hafi verið vanhæfur í sínum störfum sem auðvitað kemur í ljós að er ekki ... (Stjórnarandstöðuþingmenn) hrekjast endalaust undan rökum sem fram koma í málinu. Nú er það nýjasta að þeir eru farnir að beina spjótum sínum að Ríkisendurskoðun sem er undirstofnun Alþingis og ég tel því miður að stjórnarandstaðan sé mjög villu vegar í þessu máli,“ segir Magnús. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Aðkoma Ríkisendurskoðanda að málinu sé nokkuð undarleg og mjög mótsagnakennd. Að eigin sögn hafi Ríkisendurskoðandi haft frumkvæðið sjálfur að því að kanna hæfi forsætisráðherra í málinu. Svo hvítþvoi hann ráðherrann og segist jafnframt ekki hafa umboð til að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi hans á lagalegum forsendum. „Hvað snýr upp og niður í þessu máli er vandséð en hitt er augljóst, að það skuli gerast, að sá ráðherra sem rannsókn eða athugun beinist gegn skuli sjálfur boða til fréttamannafundar til að lesa valda kafla upp úr minnisblaði rannsakenda. Þetta eru vinnubrögð sem eru fáheyrð,“ segir Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira