Viðskipti innlent

Minnsti hagvöxtur í langan tíma

Hagvöxtur var 2,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins og er það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur á einum ársfjórðungi frá samdráttarárinu 2002. Hagvöxturinn er lítill miðað við það sem spáð hefur verið fyrir árið í heild. Seðlabankinn spáir til að mynda 6,6 prósenta hagvexti en fjármálaráðuneytið 5,5. Greiningardeild Íslandsbanka segir að þessar spár séu í hærri kantinum sé miðað við þær tölur sem hafi verið kynntar í morgun. Tölurnar séu merki um það mikla misgengi sem sé að skapast í hagkerfinu þar sem gríðarlegur vöxtur sé í greinum sem snúi að innlendri eftirspurn en samdráttur eða stöðnun í þeim greinum sem eigi sitt undir erlendri eftirspurn. Vaxandi ójafnvægi hagkerfisins kemur einna best fram í viðskiptahallanum sem var í sögulegum hæðum á fyrsta ársfjórðungi og var fjórtán prósent af landsframleiðslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×