Einhleypir karlar í fjárhagsvanda 12. júní 2005 00:01 MYND/Vísir Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira