Átökin halda áfram 11. júní 2005 00:01 Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira