Átelja seinagang embættis 10. júní 2005 00:01 Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira