Sameining ólíkleg í ljósi laganna 9. júní 2005 00:01 Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. Af fimm stærstu fjármagnsstofnunum landsins hefur einungis ein ekki stórfelld eignatengsl við feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Þetta eru Straumur, Burðarás, Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki. Þeir eru því orðnir valdamestu mennirnir í íslensku viðskiptalífi. Áform Landsbankamanna vegna Íslandsbanka eru ekki gefin upp. Af Björgólfi Guðmundssyni má ráða að framtíðin sé óákveðin. Þeir gætu þess vegna selt bréfin á morgun. Heimildarmaður innan Íslandsbanka segir hins vegar að þótt ekki kæmi til sameiningar bankanna eða frekara samstarfs þá henti núverandi staða Landsbankanum mjög vel. Samkeppnisstaðan sé mjög þægileg. Það geti verið mun stærri hagsmunir í húfi fyrir Landsbankann að viðhalda þessari samkeppnisstöðu en liggi ljóst fyrir. Ólíklegt er að samruni bankanna yrði leyfður út frá samkeppnislögum, til að mynda með hliðsjón af sameiningartilraun Búnaðarbanka og Landsbanka árið 2000 sem lagt var bann við. En eru einhver úrræði til að hindra skaðlega samkeppni núna? Í tíundu grein samkeppnislaga er lagt bann við samkeppnishamlandi samningum milli fyrirtækja, til að mynda samráði og öðru í þeim dúr. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hugsanlegt að hægt sé að beita því þegar keppinautar eignast stjórnarmenn í helstu samkeppnisfyrirtækjum. Annað ákvæði sem samkeppnisyfirvöld hefðu getað beitt í slíku tilfelli var sautjánda grein samkeppnislaganna um að Samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á markaði. Það ákvæði nam Alþingi úr gildi nú skömmu fyrir þinglok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. Af fimm stærstu fjármagnsstofnunum landsins hefur einungis ein ekki stórfelld eignatengsl við feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Þetta eru Straumur, Burðarás, Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki. Þeir eru því orðnir valdamestu mennirnir í íslensku viðskiptalífi. Áform Landsbankamanna vegna Íslandsbanka eru ekki gefin upp. Af Björgólfi Guðmundssyni má ráða að framtíðin sé óákveðin. Þeir gætu þess vegna selt bréfin á morgun. Heimildarmaður innan Íslandsbanka segir hins vegar að þótt ekki kæmi til sameiningar bankanna eða frekara samstarfs þá henti núverandi staða Landsbankanum mjög vel. Samkeppnisstaðan sé mjög þægileg. Það geti verið mun stærri hagsmunir í húfi fyrir Landsbankann að viðhalda þessari samkeppnisstöðu en liggi ljóst fyrir. Ólíklegt er að samruni bankanna yrði leyfður út frá samkeppnislögum, til að mynda með hliðsjón af sameiningartilraun Búnaðarbanka og Landsbanka árið 2000 sem lagt var bann við. En eru einhver úrræði til að hindra skaðlega samkeppni núna? Í tíundu grein samkeppnislaga er lagt bann við samkeppnishamlandi samningum milli fyrirtækja, til að mynda samráði og öðru í þeim dúr. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hugsanlegt að hægt sé að beita því þegar keppinautar eignast stjórnarmenn í helstu samkeppnisfyrirtækjum. Annað ákvæði sem samkeppnisyfirvöld hefðu getað beitt í slíku tilfelli var sautjánda grein samkeppnislaganna um að Samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á markaði. Það ákvæði nam Alþingi úr gildi nú skömmu fyrir þinglok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira