
Sport
Ólöf María á tveimur yfir

Íslenskir kylfingar taka þátt á mótum erlendis. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta hring sínum á áskorendamótaröðinni í Esbjerg í Danmörku í gær á þremur höggum yfir pari og Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á opna franska meistaramótinu, sem er liður í evrópsku mótaröðinni, á 74 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta hring sínum á áskorendamótaröðinni í Esbjerg í Danmörku í gær á þremur höggum yfir pari. Birgir lék fyrstu níu holurnar í gær á 36 höggum en þær síðari á 38 höggum og var því samanlagt á 74 höggum eftir daginn, sem skilaði honum í 69-89 sæti á mótinu. Birgir fékk þrjá fugla á hringnum í gær, tíu pör, fjóra skolla og einn skramba. Það er því ljóst að Birgir Leifur þarf að taka sig saman í andlitinu á mótinu í dag, ef hann á að komast áfram í gegn um niðurskurðinn, sem væntanlega miðast við parið eða einn yfir. Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á opna franska meistaramótinu, sem er liður í evrópsku mótaröðinni, á 74 höggum í dag á tveimur höggum yfir pari og er á 73-89 sæti af 126 keppendum á mótinu. Ólöf fékk tvo fugla, fjórtán pör og þrjá skolla á fyrsta deginum og á ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu í dag ef hún leikur vel. Mótið franska er hennar fimmta mót á evrópsku mótaröðinni í sumar, en hún hefur aðeins einu sinni komist í gegn um niðurskurðinn hingað til og það var einmitt á fyrsta mótinu hennar á Tenerife á Spáni.