Burðarás keypti 4,11% af Steinunni 8. júní 2005 00:01 Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum. Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira