Greiðslan er hrikalega flott 1. júní 2005 00:01 Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert. Íslenski handboltinn Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira