Útiloka ekki frekari fjárfestingar 31. maí 2005 00:01 Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira