Endurskoða lög um kynferðisbrot 27. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira