Bakkavör stærst í kældum matvælum 27. maí 2005 00:01 Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira