Kærum Kers og Olís vísað frá 27. maí 2005 00:01 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum Kers og Olís vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar að veita Landssambandi íslenskra útvegsmanna aðgang að upplýsingum tengdum samráði olíufélaganna sem áður höfðu verið felldar úr úrskurði samkeppnisráðs vegna trúnaðar. Fosvarsmenn Kers og Olís bentu m.a. á að Samkeppnisstofnun skorti vald til að taka ákvörðun um hvort verða ætti við beiðni LÍÚ og því hefði landssambandið frekar átt að snúa sér beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með beiðni sína. Auk þess hefðu samkeppnisyfirvöld sjálf tekið þá ákvörðun að fella út upplýsingar vegna trúnaðar. Áfrýjunarnefndin segir m.a. að beiðni LÍÚ hafi einkum verið byggð á upplýsingalögum og sömuleiðis ákvörðun Samkeppnisstofnunar. Samkvæmt þeim lögum sé heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir sérstaka úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Þar sé hins vegar ekki minnst á kæruheimild þess sem kann að eiga andstæða hagsmuni ef stjórnvald heimilar aðgang að upplýsingum. Í því tilviki gildi því almennar reglur um stjórnsýslukærur og stjórnsýslukæra fresti ekki réttaráhrifum upphaflegrar ákvörðunar. Enn fremur segir í úrskurði áfrýjundarnefndar að samkvæmt samkeppnislögum skuli ákvarðanir samkeppnisyfirvalda sæta kærum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin telji ljóst að synjun samkeppnisyfirvalda um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum yrði ekki borin undir nefndina heldur undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í því verði einnig talið felast að ákvörðun um að veita aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum fari eftir þeim lögum og stjórnsýslulögum ef því er að skipta. Þá segir í úrskurðinum að ekki verði séð að samkeppnisleg rök leiði til þess að ólík málsmeðferð skuli gilda um aðgang almennings að upplýsingum í samkeppnismálum fremur en í öðrum málum sem upplýsingalög taki til. Því eigi grein samkeppnislaga um málskot til áfrýjunarnefndar ekki við hér og málinu því vísað frá henni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum Kers og Olís vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar að veita Landssambandi íslenskra útvegsmanna aðgang að upplýsingum tengdum samráði olíufélaganna sem áður höfðu verið felldar úr úrskurði samkeppnisráðs vegna trúnaðar. Fosvarsmenn Kers og Olís bentu m.a. á að Samkeppnisstofnun skorti vald til að taka ákvörðun um hvort verða ætti við beiðni LÍÚ og því hefði landssambandið frekar átt að snúa sér beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með beiðni sína. Auk þess hefðu samkeppnisyfirvöld sjálf tekið þá ákvörðun að fella út upplýsingar vegna trúnaðar. Áfrýjunarnefndin segir m.a. að beiðni LÍÚ hafi einkum verið byggð á upplýsingalögum og sömuleiðis ákvörðun Samkeppnisstofnunar. Samkvæmt þeim lögum sé heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir sérstaka úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Þar sé hins vegar ekki minnst á kæruheimild þess sem kann að eiga andstæða hagsmuni ef stjórnvald heimilar aðgang að upplýsingum. Í því tilviki gildi því almennar reglur um stjórnsýslukærur og stjórnsýslukæra fresti ekki réttaráhrifum upphaflegrar ákvörðunar. Enn fremur segir í úrskurði áfrýjundarnefndar að samkvæmt samkeppnislögum skuli ákvarðanir samkeppnisyfirvalda sæta kærum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin telji ljóst að synjun samkeppnisyfirvalda um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum yrði ekki borin undir nefndina heldur undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í því verði einnig talið felast að ákvörðun um að veita aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum fari eftir þeim lögum og stjórnsýslulögum ef því er að skipta. Þá segir í úrskurðinum að ekki verði séð að samkeppnisleg rök leiði til þess að ólík málsmeðferð skuli gilda um aðgang almennings að upplýsingum í samkeppnismálum fremur en í öðrum málum sem upplýsingalög taki til. Því eigi grein samkeppnislaga um málskot til áfrýjunarnefndar ekki við hér og málinu því vísað frá henni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira