Leikfélagið sýknað
Leikfélag Akureyrar hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi leikara félagsins um vangoldin laun vegna ólögmætrar uppsagnar. Leikaranum var sagt upp störfum eftir að hann neitaði að taka þátt í sýningunni "Uppistand um jafnréttismat" samvisku sinnar vegna. Vildi hann meina að ekki hefði verið staðið rétt að uppsögninni og gerði kröfu á hendur leikfélaginu um nær milljón krónur vegna vangoldinna launa. Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði leikfélagið af kröfunum, felldi niður allan málskostnað og mat uppsögnina lögmæta.