Tólf áfram 25. maí 2005 00:01 Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira