Hugsanlega engin niðursveifla 24. maí 2005 00:01 Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira