Útgjöld heimilanna hærri á sumrin 24. maí 2005 00:01 Í samningum stéttarfélaganna er kveðið á um að atvinnurekendur greiði starfsfólki sínu orlofsuppbót, og yfirleitt er hún greidd út í júnímánuði þó að ekki sé kveðið á um að greiða eigi hana í þeim mánuði. "Atvinnurekendur eiga að greiða starfsmanni orlofsuppbót áður en hann fer í sumarfrí en aldrei seinna en 15. ágúst," segir Elías Guðmundur Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs hjá VR. "Hjá VR eru tveir kjarasamningar, annars vegar við Samtök atvinnulífsins og hins vegar við Félag íslenskra stórkaupmanna. Í samningum við SA er orlofsuppbótin greidd út í júní en hjá FÍS er orlofsuppbótin greidd ásamt desemberuppbótinni. Maður sem er í fullu starfi og vann allt síðasta orlofsár á rétt á fullri orlofsuppbót sem er 16.500 kr. fyrir árið 2005 hjá VR," segir Elías. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl en uppbótin er greidd hlutfallslega ef starfsmaður hefur ekki unnið allan þann tíma. "Starfsmaður þarf að hafa unnið mánaðamótin apríl-maí til að fá orlofsuppbót, en hafi starfsmaður hætt starfi fyrir þann tíma fær hann greitt hlutfallslega miðað við vinnu síðasta árs," segir Elías. Hafi starfsmaður hætt störfum á árinu þarf hann að hafa unnið 12 vikur af orlofsárinu til að öðlast réttindi til uppbótar, sem hann á að fá greidda út við starfslok. Orlofsuppbótin kom fyrst inn í kjarasamninga við lok áttunda áratugarins og hefur fest sig í sessi síðan. "Menn eru einfaldlega að reyna að hækka launin með þessu, þar sem útgjöld heimilanna eru meiri þegar menn fara í sumarfrí og svo aftur í desember," segir Elías. Atvinna Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í samningum stéttarfélaganna er kveðið á um að atvinnurekendur greiði starfsfólki sínu orlofsuppbót, og yfirleitt er hún greidd út í júnímánuði þó að ekki sé kveðið á um að greiða eigi hana í þeim mánuði. "Atvinnurekendur eiga að greiða starfsmanni orlofsuppbót áður en hann fer í sumarfrí en aldrei seinna en 15. ágúst," segir Elías Guðmundur Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs hjá VR. "Hjá VR eru tveir kjarasamningar, annars vegar við Samtök atvinnulífsins og hins vegar við Félag íslenskra stórkaupmanna. Í samningum við SA er orlofsuppbótin greidd út í júní en hjá FÍS er orlofsuppbótin greidd ásamt desemberuppbótinni. Maður sem er í fullu starfi og vann allt síðasta orlofsár á rétt á fullri orlofsuppbót sem er 16.500 kr. fyrir árið 2005 hjá VR," segir Elías. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl en uppbótin er greidd hlutfallslega ef starfsmaður hefur ekki unnið allan þann tíma. "Starfsmaður þarf að hafa unnið mánaðamótin apríl-maí til að fá orlofsuppbót, en hafi starfsmaður hætt starfi fyrir þann tíma fær hann greitt hlutfallslega miðað við vinnu síðasta árs," segir Elías. Hafi starfsmaður hætt störfum á árinu þarf hann að hafa unnið 12 vikur af orlofsárinu til að öðlast réttindi til uppbótar, sem hann á að fá greidda út við starfslok. Orlofsuppbótin kom fyrst inn í kjarasamninga við lok áttunda áratugarins og hefur fest sig í sessi síðan. "Menn eru einfaldlega að reyna að hækka launin með þessu, þar sem útgjöld heimilanna eru meiri þegar menn fara í sumarfrí og svo aftur í desember," segir Elías.
Atvinna Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira