Ræddi bara við suma umsækjenda 24. maí 2005 00:01 Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira