Hagnaður aukist um 50 prósent 20. maí 2005 00:01 Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna. Innlent Viðskipti Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira