Bjargað þrekuðum og sjóblautum 16. maí 2005 00:01 Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira