San Antonio 2 - Seattle 2 16. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira