Detroit 2 - Indiana 2 16. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák). NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira