Sterling skili hagnaði á þessu ári 10. maí 2005 00:01 Flugfloti skandinavíska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður tvöfaldaður á næstunni og segir forstjóri félagsins, Almar Örn Hilmarsson að áætlað sé að félagið skili hagnaði á þessu ári. Tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi var um 460 milljónir króna og tap félagsins í fyrra nam um 1,5 milljarði króna. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hvernig stjórnendur félagsins ætli sér að snúa taprekstri svo skjótt við. Almar Örn, sem jafnframt er forstjóri Iceland Express, segir þó að tækifærin séu til staðar, félagið hafi ekki verið keypt á fimmta milljarða króna til að gera ekki neitt. Þá segir Almar að vissulega sé á dagskránni að kaupa fleiri flugfélög því fyrirtækið sé stórhuga og ætli sér góða markaðshlutdeild í Skandinavíu. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Sterling gert tilboð í litháenska flugfélagið Lithuanian Airlines en Almar vill þó ekki gefa upp upphæðina sem boðið var í félagið en segist þó bjartsýnn um að tilboðinu verði tekið. Svar frá stjórnendum Lithuanian Airlines má vænta í byrjun næsta mánaðar. Þá stendur til að fjölga ferðum félagsins og er ætlunin meðal annars að fljúga til Bandaríkjanna, til dæmis Suðurríkjanna, og á ákvörðun um það að liggja fyrir innan hálfs mánaðar. Þá eru uppi áætlanir um Taílandsflug. Alls flýgur félagið í dag til 30 staða í heiminum, aðallega til Suður-Evrópu, Skandinavíu, Bretlands og Írlands. Erlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Flugfloti skandinavíska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður tvöfaldaður á næstunni og segir forstjóri félagsins, Almar Örn Hilmarsson að áætlað sé að félagið skili hagnaði á þessu ári. Tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi var um 460 milljónir króna og tap félagsins í fyrra nam um 1,5 milljarði króna. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hvernig stjórnendur félagsins ætli sér að snúa taprekstri svo skjótt við. Almar Örn, sem jafnframt er forstjóri Iceland Express, segir þó að tækifærin séu til staðar, félagið hafi ekki verið keypt á fimmta milljarða króna til að gera ekki neitt. Þá segir Almar að vissulega sé á dagskránni að kaupa fleiri flugfélög því fyrirtækið sé stórhuga og ætli sér góða markaðshlutdeild í Skandinavíu. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Sterling gert tilboð í litháenska flugfélagið Lithuanian Airlines en Almar vill þó ekki gefa upp upphæðina sem boðið var í félagið en segist þó bjartsýnn um að tilboðinu verði tekið. Svar frá stjórnendum Lithuanian Airlines má vænta í byrjun næsta mánaðar. Þá stendur til að fjölga ferðum félagsins og er ætlunin meðal annars að fljúga til Bandaríkjanna, til dæmis Suðurríkjanna, og á ákvörðun um það að liggja fyrir innan hálfs mánaðar. Þá eru uppi áætlanir um Taílandsflug. Alls flýgur félagið í dag til 30 staða í heiminum, aðallega til Suður-Evrópu, Skandinavíu, Bretlands og Írlands.
Erlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira