Geðsjúkur maður rændi bifreiðum 8. maí 2005 00:01 Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira