Geðsjúkur maður rændi bifreiðum 8. maí 2005 00:01 Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira