Ekki sóttir til saka vegna klúðurs 4. maí 2005 00:01 Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira