Seattle 4 - Sacramento 1 4. maí 2005 00:01 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira