Kauphallarflaggskipin týna tölunni 3. maí 2005 00:01 Á upphafsárum hlutabréfamarkaðarins á Íslandi léku sjávarútvegsfélög stórt hlutverk og voru vinsæll fjárfestingakostur. Flest urðu útgerðarfélögin árið 1999 þegar 24 fyrirtæki voru skráð í Kauphöllinni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en í dag eru aðeins þrjú hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki eftir í Kauphöllinni, HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. Í árslok 2003 voru fimmtán félög innan vísitölu sjávarútvegs og nam markaðsvirði þeirra um 75 milljörðum króna. Nákvæmlega ári síðar hafði félögum í vísitölunni fækkað í tíu en markaðsvirði aukist um tólf milljarða króna. Þróunin hefur verið félögum innan vísitölunnar mjög óhagfelld á þessu ári. Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi hafa verið afskráð á þessu ári og fljótlega bætist Samherji, sem er 20 milljarðar að markaðsvirði, í hópinn. Eftir í vísitölunni verða því Fiskeldi Eyjafjarðar, Fiskmarkaður Íslands, HB Grandi, SH, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. Úr tísku Fjölmargar skýringar eru gefnar fyrir því af hverju sjávarútvegur datt úr tísku sem fjárfestingarkostur. Friðrik Már Baldursson tók saman nokkra þætti sem skýra áhugaleysi fjárfesta fyrir greininni og kynnti á ráðstefnu Kauphallar Íslands um sjávarútveg í nóvember síðast liðnum. Hann nefndi meðal annars að lítill seljanleiki hlutabréfa fylgdi litlum félögum, arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja væri lág og sveiflukennd, markaðsvirði hefði hækkað mun minna en í öðrum geirum sem þættu meira spennandi, sjávarútvegsfélög væru á litlum vaxtarmarkaði en greiddu samt lítinn arð og síðast en ekki síst sú pólitíska umræða sem einkenndi fiskveiðistjórnunarkerfið. Friðrik Már benti á að greinin sé háð ýmsum þáttum sem takmarki aðgang og vöxt hennar. Einstökum útgerðu er óheimilt að fara yfir ákveðið hámark aflaheimilda í hverri tegund, kvótaþak takmarkar aðgang allrar greinarinnar að fiskimiðunum og beinar erlendar fjárfestingar eru óheimilaðar. Slök ávöxtun Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa gefið minni ávöxtun en hlutabréf í öðrum geirum. Um það verður ekki deilt. Frá 1999 til 2004 hækkaði vísitala sjávarútvegs um 12,1 prósent samanborið við 107 prósenta ávöxtun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Síðasta ár gaf reyndar nokkuð góða ávöxtun en vísitalan hækkaði um 20,7 prósent en þó ekkert í samanburði við úrvalsvísitöluna sem hækkaði um 58,9 prósent á sama tíma. Ávöxtun á hlutabréfum í Samherja sýnir glögglega að verðmyndun á bréfum í félaginu hefur verið mun lægri en hjá öðrum félögum í úrvalsvísitöluni. Samherji, sem fór á markað fyrir átta árum, var skráður á genginu um níu krónur á hlut en það verð sem boðið er við núverandi yfirtöku er 12,1. Ávöxtunin er því aðeins um 35 prósent á átta árum án þess að tillit sé tekið til arðgreiðslna. Þegar forsvarsmenn Samherja tilkynntu um yfirtökuna á félaginu nefndu þeir að áhugaleysi fjárfesta og greiningaraðila væri ein helsta höfuðorsökin. Svokallaðir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir hafa sýnt greininni lítinn áhuga og sett peninga í hlutabréf sem gefa hærri ávöxtun. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði á aðalfundi félagsins í fyrravor að "þrátt fyrir gríðarlega hagræðingu á undanförnum árum, með tilheyrandi áhrifum á ýmsar byggðir í landinu, er álit þeirra sem teljast hafa vita á málunum að afkoma fyrirtækja í greininni sé óviðunandi." Og þá kemur að því af hverju Samherjamenn vilja fara af markaði. Stjórnendur sjá sér leik á borði Gagnvart stjórnendum og eigendum sjávarútvegsfélaga liggja mörg sjónarmið sem hafa beinlínis hvatt þá til að taka félög af markaði eða sameinast öðrum. Minnkandi áhugi fjárfesta og lítil viðskipti með bréf félaganna eru ein skýring. Einnig hafa stjórnendur sumra félaganna metið það svo að félögin væru of lágt verðlögð, að marksverði þeirra væri stundum langt undir upplausnarvirði þeirra. Með því að selja aflaheimildir í bútum fengist hærra verð en bókfært virði kvótans. Þá hafa ennfremur verið kjöraðstæður til að taka félög af markaði vegna hagstæðra lánamöguleika, lágra vaxta og sterkrar krónu. Þörfin fyrir félög að sækja sér hlutafé hefur vikið fyrir ódýrara lánsfé. Síðast en ekki síst hafa forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja óttast óvinveittar yfirtökur, það er að aðrir fjárfestar nái völdum yfir félaginu og geri það sem þeim sýnist. Því hafa menn í sumum byggðarlögum brugðið á það ráð að kaupa upp útgerðarfélagið til að halda yfirráðum yfir því og halda kvótanum innan byggðarlagsins. Hinir svokölluðu "óvinir" hafa þá verið bankar, fjárfestingarfélög eða önnur sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa séð færi á því að eignast útgerðarfélagið, losa um eignir þess og færa kvóta. Skuldsettar yfirtökur Gera má ráð fyrir að um 45 milljarðar króna hafi verið notaðir til að kaupa upp bréf smærri hluthafa við yfirtöku í sjávarútvegsfélögum frá árinu 2004 til þessa árs. Eimskipafélagið fékk 19,5 milljarða fyrir sinn snúð þegar það seldi Harald Böðvarsson (HB), Skagstrending og ÚA í janúar 2004. Stærsta yfirtaka þessa árs stendur nú yfir en það eru kaup stærstu hluthafa Samherja á bréfum annarra hluthafa. Við yfirtöku eru félög skuldsett, eigið fé er notað að hluta til kaupanna með því að auka skuldir. Því hefur verið fleygt fram að eigið fé þeirra sjávarútvegsfélaga, sem hafa verið yfirtekin og afskráð á síðustu árum, hafi minnkað um 30-40 milljarða króna. Ef það er rétt hefur stór hluti af heildar eiginfé sjávarútvegsfyrirtækja horfið. Þetta á ekki eingöngu við félög sem tekin hafa verið af markaði. Einnig hefur þessi þróun gerst hjá skráðu félögunum sem eru á markaði. Skuldir Granda jukust við sameininguna við HB og Ráeyri, sem eignaðist nær helming hlutabréfa í Þormóði ramma – Sæberg, hefur notað háar arðgreiðslur frá félaginu til að borga af skuldum sem mynduðust við kaupin. Aukin skuldsetning takmarkar nýsköpun og fjárfestingar í grein sem þarf á tæknivæðingu og nýsköpun að halda eins og allar aðrar atvinnugreinar. Þessi þróun hlýtur að vekja upp spurningar um hvernig íslenskur sjávarútvegur muni þróast í harðri samkeppni við aðrar fiskveiðiþjóðir. Óheillaþróun Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma – Sæbergs á Siglufirði, er óhress um þá þróun sem orðið hefur á hlutabréfamarkaði en hann er þeirrar skoðunar að sjávarútvegur eigi heima í Kauphöllinni. Hann viðurkennir að afkoman sé sveiflukennd og reksturinn háður mörgum ólíkum þáttum sem erfitt geti verið að eiga við. Róbert bendir á að gífurleg hagræðing hafi átt sér stað í sjávarútvegi á undanförnum árum og engin sé að biðja um aðstoð frá stjórnvöldum. "Nú aðlaga menn sig að þeim aðstæðum sem eru hverju sinni en biðja ekki um gengisfellingu frá stjórnvöldum," segir hann. "Ef þörf er á þá munum við hagræða enn meira og hætta rekstri óarðbærra eininga." Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, er sama sinnis og vill ekki sjá sjávarútveginn á leiðinni út úr Kauphöllinni. Engin áform eru uppi um að afskrá Granda að hans sögn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur einnig lýst sams konar óánægju en hefur ekki miklar áhyggjur af þeirri þróun sem hefur átt sér stað með fækkun skráðra fyrirtækja og gerir vonir um að sjávarútvegsfélög sæki aftur inn. Ekkert slíkt sé þó í burðarliðnum Valdimar Halldórsson, hjá greiningu Íslandsbanka, er hvorki sannfærður um að sjávarútvegsfélögum muni fækka enn frekar eða fjölga. Afkoma sjávarútvegsins er mjög háð ytri skilyrðum. Ef krónan veikist eins og margir spá gætu aðstæður í greininni batnað til muna, fyrirtækin myndu skila meiri hagnaði og verða að vænlegri fjárfestingakostur. Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á upphafsárum hlutabréfamarkaðarins á Íslandi léku sjávarútvegsfélög stórt hlutverk og voru vinsæll fjárfestingakostur. Flest urðu útgerðarfélögin árið 1999 þegar 24 fyrirtæki voru skráð í Kauphöllinni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en í dag eru aðeins þrjú hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki eftir í Kauphöllinni, HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. Í árslok 2003 voru fimmtán félög innan vísitölu sjávarútvegs og nam markaðsvirði þeirra um 75 milljörðum króna. Nákvæmlega ári síðar hafði félögum í vísitölunni fækkað í tíu en markaðsvirði aukist um tólf milljarða króna. Þróunin hefur verið félögum innan vísitölunnar mjög óhagfelld á þessu ári. Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi hafa verið afskráð á þessu ári og fljótlega bætist Samherji, sem er 20 milljarðar að markaðsvirði, í hópinn. Eftir í vísitölunni verða því Fiskeldi Eyjafjarðar, Fiskmarkaður Íslands, HB Grandi, SH, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. Úr tísku Fjölmargar skýringar eru gefnar fyrir því af hverju sjávarútvegur datt úr tísku sem fjárfestingarkostur. Friðrik Már Baldursson tók saman nokkra þætti sem skýra áhugaleysi fjárfesta fyrir greininni og kynnti á ráðstefnu Kauphallar Íslands um sjávarútveg í nóvember síðast liðnum. Hann nefndi meðal annars að lítill seljanleiki hlutabréfa fylgdi litlum félögum, arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja væri lág og sveiflukennd, markaðsvirði hefði hækkað mun minna en í öðrum geirum sem þættu meira spennandi, sjávarútvegsfélög væru á litlum vaxtarmarkaði en greiddu samt lítinn arð og síðast en ekki síst sú pólitíska umræða sem einkenndi fiskveiðistjórnunarkerfið. Friðrik Már benti á að greinin sé háð ýmsum þáttum sem takmarki aðgang og vöxt hennar. Einstökum útgerðu er óheimilt að fara yfir ákveðið hámark aflaheimilda í hverri tegund, kvótaþak takmarkar aðgang allrar greinarinnar að fiskimiðunum og beinar erlendar fjárfestingar eru óheimilaðar. Slök ávöxtun Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa gefið minni ávöxtun en hlutabréf í öðrum geirum. Um það verður ekki deilt. Frá 1999 til 2004 hækkaði vísitala sjávarútvegs um 12,1 prósent samanborið við 107 prósenta ávöxtun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Síðasta ár gaf reyndar nokkuð góða ávöxtun en vísitalan hækkaði um 20,7 prósent en þó ekkert í samanburði við úrvalsvísitöluna sem hækkaði um 58,9 prósent á sama tíma. Ávöxtun á hlutabréfum í Samherja sýnir glögglega að verðmyndun á bréfum í félaginu hefur verið mun lægri en hjá öðrum félögum í úrvalsvísitöluni. Samherji, sem fór á markað fyrir átta árum, var skráður á genginu um níu krónur á hlut en það verð sem boðið er við núverandi yfirtöku er 12,1. Ávöxtunin er því aðeins um 35 prósent á átta árum án þess að tillit sé tekið til arðgreiðslna. Þegar forsvarsmenn Samherja tilkynntu um yfirtökuna á félaginu nefndu þeir að áhugaleysi fjárfesta og greiningaraðila væri ein helsta höfuðorsökin. Svokallaðir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir hafa sýnt greininni lítinn áhuga og sett peninga í hlutabréf sem gefa hærri ávöxtun. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði á aðalfundi félagsins í fyrravor að "þrátt fyrir gríðarlega hagræðingu á undanförnum árum, með tilheyrandi áhrifum á ýmsar byggðir í landinu, er álit þeirra sem teljast hafa vita á málunum að afkoma fyrirtækja í greininni sé óviðunandi." Og þá kemur að því af hverju Samherjamenn vilja fara af markaði. Stjórnendur sjá sér leik á borði Gagnvart stjórnendum og eigendum sjávarútvegsfélaga liggja mörg sjónarmið sem hafa beinlínis hvatt þá til að taka félög af markaði eða sameinast öðrum. Minnkandi áhugi fjárfesta og lítil viðskipti með bréf félaganna eru ein skýring. Einnig hafa stjórnendur sumra félaganna metið það svo að félögin væru of lágt verðlögð, að marksverði þeirra væri stundum langt undir upplausnarvirði þeirra. Með því að selja aflaheimildir í bútum fengist hærra verð en bókfært virði kvótans. Þá hafa ennfremur verið kjöraðstæður til að taka félög af markaði vegna hagstæðra lánamöguleika, lágra vaxta og sterkrar krónu. Þörfin fyrir félög að sækja sér hlutafé hefur vikið fyrir ódýrara lánsfé. Síðast en ekki síst hafa forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja óttast óvinveittar yfirtökur, það er að aðrir fjárfestar nái völdum yfir félaginu og geri það sem þeim sýnist. Því hafa menn í sumum byggðarlögum brugðið á það ráð að kaupa upp útgerðarfélagið til að halda yfirráðum yfir því og halda kvótanum innan byggðarlagsins. Hinir svokölluðu "óvinir" hafa þá verið bankar, fjárfestingarfélög eða önnur sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa séð færi á því að eignast útgerðarfélagið, losa um eignir þess og færa kvóta. Skuldsettar yfirtökur Gera má ráð fyrir að um 45 milljarðar króna hafi verið notaðir til að kaupa upp bréf smærri hluthafa við yfirtöku í sjávarútvegsfélögum frá árinu 2004 til þessa árs. Eimskipafélagið fékk 19,5 milljarða fyrir sinn snúð þegar það seldi Harald Böðvarsson (HB), Skagstrending og ÚA í janúar 2004. Stærsta yfirtaka þessa árs stendur nú yfir en það eru kaup stærstu hluthafa Samherja á bréfum annarra hluthafa. Við yfirtöku eru félög skuldsett, eigið fé er notað að hluta til kaupanna með því að auka skuldir. Því hefur verið fleygt fram að eigið fé þeirra sjávarútvegsfélaga, sem hafa verið yfirtekin og afskráð á síðustu árum, hafi minnkað um 30-40 milljarða króna. Ef það er rétt hefur stór hluti af heildar eiginfé sjávarútvegsfyrirtækja horfið. Þetta á ekki eingöngu við félög sem tekin hafa verið af markaði. Einnig hefur þessi þróun gerst hjá skráðu félögunum sem eru á markaði. Skuldir Granda jukust við sameininguna við HB og Ráeyri, sem eignaðist nær helming hlutabréfa í Þormóði ramma – Sæberg, hefur notað háar arðgreiðslur frá félaginu til að borga af skuldum sem mynduðust við kaupin. Aukin skuldsetning takmarkar nýsköpun og fjárfestingar í grein sem þarf á tæknivæðingu og nýsköpun að halda eins og allar aðrar atvinnugreinar. Þessi þróun hlýtur að vekja upp spurningar um hvernig íslenskur sjávarútvegur muni þróast í harðri samkeppni við aðrar fiskveiðiþjóðir. Óheillaþróun Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma – Sæbergs á Siglufirði, er óhress um þá þróun sem orðið hefur á hlutabréfamarkaði en hann er þeirrar skoðunar að sjávarútvegur eigi heima í Kauphöllinni. Hann viðurkennir að afkoman sé sveiflukennd og reksturinn háður mörgum ólíkum þáttum sem erfitt geti verið að eiga við. Róbert bendir á að gífurleg hagræðing hafi átt sér stað í sjávarútvegi á undanförnum árum og engin sé að biðja um aðstoð frá stjórnvöldum. "Nú aðlaga menn sig að þeim aðstæðum sem eru hverju sinni en biðja ekki um gengisfellingu frá stjórnvöldum," segir hann. "Ef þörf er á þá munum við hagræða enn meira og hætta rekstri óarðbærra eininga." Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, er sama sinnis og vill ekki sjá sjávarútveginn á leiðinni út úr Kauphöllinni. Engin áform eru uppi um að afskrá Granda að hans sögn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur einnig lýst sams konar óánægju en hefur ekki miklar áhyggjur af þeirri þróun sem hefur átt sér stað með fækkun skráðra fyrirtækja og gerir vonir um að sjávarútvegsfélög sæki aftur inn. Ekkert slíkt sé þó í burðarliðnum Valdimar Halldórsson, hjá greiningu Íslandsbanka, er hvorki sannfærður um að sjávarútvegsfélögum muni fækka enn frekar eða fjölga. Afkoma sjávarútvegsins er mjög háð ytri skilyrðum. Ef krónan veikist eins og margir spá gætu aðstæður í greininni batnað til muna, fyrirtækin myndu skila meiri hagnaði og verða að vænlegri fjárfestingakostur.
Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira