Bresk tískukeðja í Kauphöllina 1. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira