
Sport
Atwal efstur á Zurich Classic

Indverjinn Arjun Atwal hefur eins höggs forystu á eftir tvo hringi á Zurich Classic mótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum. Atwal er á 11 höggum undir pari en JJ Henry frá Bandaríkjunum kemur næstur á 10 höggum undir pari. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er í 6. sæti á 6 höggum undir pari.